Uncategorized — 06/04/2015 at 23:34

,,Spiluðum á alvöru ákefð”

by

Ramsey Cazorla

Arsene Wenger var eins og allir Arsenal menn ánægður með frammistöðuna og sigur liðsins í 4-1 sigrinum gegn Liverpool á laugardaginn var.

Arsenal sigraði leikinn 4-1 með mörkum frá Hector Bellerin, Mesut Özil, Alexis Sanchez og Olivier Giroud og komust þar með upp í 2. sæti deildarinnar, þar sem að Manchester City tapaði gegn Crystal Palace á útivelli 2-1 í kvöld.

,,Við byrjuðum með ákafa, við ákváðum það fyrir leikinn og ég verð að gefa strákunum hrós því þeir gerðu það sannfærandi. Þetta voru frábær úrslit og fyrir leikinn hefðum við samþykkt þetta,” sagði Wenger

,,Við spiluðum á hárri ákefð, tókum frumkvæðið á sterkum augnablikum og einu sinni eða tvisvar vorum við heppnir en í heildina er ég ánægður með samheldnina í liðinu, ákafan og viljan til að sigra.”

,,Gæðin í hlaupum okkar í kringum teiginn var frábært svo að þetta var mjög góður dagur. Við erum í sterkri stöðu, það er undir okkur komið að vera áfram stöðugir eins og við erum í augnablikinu og gera eins vel og við getum til loka leiktíðar.”

EEO

Comments

comments