Uncategorized — 20/10/2014 at 11:17

Spilar Martinez á miðvikudaginn?

by

Aston Villa v Arsenal: Barclays U21 Premier League

Það voru kannski ekki allir sem tóku eftir því en Emiliano Martinez var á bekknum um helgina ekki David Ospina.

Ospina, eins og svo margir aðrir kom meiddur til baka eftir landsleikjahléið. Ekki er búst við því að hann muni ná leiknum á miðvikudaginn gegn Anderlecht og þar sem Szczesny er í leikbanni þá verður Martinez í marki.

Martinez hefur spilað tvo leiki fyrir aðallið Arsenal, báða í Carling Cup tímabilið 2012/2013.

Ekki er útlitið betra hvað varðar varamarkmannsstöðuna því “aðalmarkvörður” varaliðsins sem er í raun fjórði markmaður Arsenal, Deyan Iliev er ekki í UEFA hópi Arsenal.

Þeir sem koma til greina er hinn 18 ára Josh Vickers og 17 ára Ryan Huddart. Á þessu tímabili hefur Huddart spilað 6 leiki með U-18 ára liðinu, 2 með UEFA Youth liðinu og 1 með U-21 árs á meðan Vickers hefur einungis spilað 2 leiki með U-18 ára.

SHG

Comments

comments