Uncategorized — 12/08/2012 at 05:00

Song sagður vera búinn að semja við Barca

by

Fjölmiðar fullyrða að Alex Song sé búinn að semja við Barcelona og núna sé spænska liðið að klára viðræður við Arsenal um kaupin á honum.

Katalónska liðið er nokkuð bjartsýnt um að ná að kaupa Song frá Arsenal aðeins ári eftir að þeir keyptu Cesc Fabregas.

Wenger vill ólmur halda Song hjá sér enda átti hann frábært tímabil á miðjunni í fyrra. Hann, Theo Walcott og Robin van Persie náðu allir vel saman en sú staða gæti orðið að engir þeirra verði í treyju skyttanna á næsta tímabili.

Song á tvö ár etir af samningi sínum en eftir að hann samdi við umboðsmanninn Darren Dein þá hefur lítið gerst varðandi viðræður um nýjan samning.

Wenger horfir til Nuri Sahin hjá Real Madrid missi hann Song til Spánar.

Comments

comments