Uncategorized — 05/07/2011 at 16:48

Song kærður fyrir líkamsárás

by

Alex Song gæti átt von á allt að tveggja ára fangelsisdómi ef marka má fréttir frá ESPN fréttastofunni í Bandaríkjunum. Sagt er að Song hafi tekið þátt í líkamsárás í bænum Douala í Kamerún, nánar tiltekið á nætuklúbbi í bænum.

Ludovic Achille Mouaha, sá sem ráðist var á segir “Tveir lifverðir lokuðu ganginum sem ég var á og sögðu mér að ég gæti ekki notað hann vegna þess að Alex Song væri þarna. Hann kom þá út og virtist mjög reiður og ég var barinn og lennti á spítala.”

Song hefur ekki verið handtekinn vegna árásarinnar en talið er að lífverðir hans hafi verið aðal sökudólgarnir í þessari árás þó svo hann sé sagður hafa tekið þátt í henni.

Það verður gaman að sjá hvað verður úr þessu máli, en að mínu mati virðist vera smá peningalykt af þessu. En eitt er víst, það eru bara slæmar fréttir sem berast frá leikmönnum Arsenal þesa daganna.

 

Comments

comments