Uncategorized — 28/09/2011 at 00:09

Slúðurpakki vikunar. Owen, Jovetic.

by

Slúðrið í Enska fótboltanum fer aldrei í frí og eru ýmsar sögusagnir á lofti. Ein ótrúlegasta sagan þessa stundina er sú að Arsene Wenger ætli sér að krækja í Michael Owen frá Manchester United í Janúar fyrir um 1 milljón punda en Owen sem er nú 31 árs fær ekki mörg tækifæri hjá United þar sem þeir Wayne Rooney, Javier Hernandez, Dimitar Berbatov og Denny Welbeck eru á undan honum í goggunarröðinni. Tottenham, Queens Park Rangers og New York Red Bulls eru einnig sögð hafa mikinn áhuga á Owen.

Paris St Germain er sagt vera á höttunum eftir Marouane Chamakh en gengi hans hjá Arsenal hefur nú ekki beint verið eitthvað til að hrópa húrra yfir þrátt fyrir að hann hafi byrjað vel hjá félaginu.

Stevan Jovetic, vængmaður hjá Fiorentina er enn orðaður við Arsenal þessa dagana en þessi 21 árs Júgóslavi hefur spilað 75 leiki fyrir Fiorentina og skorað í þeim 15 mörk. Chelsea og Manchester United eru einnig sögð vera á eftir honum. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við Fiorentina en hefur neitað að skrifa undir nýjan samning nýlega.

Hér er síðan vídeó sem sýnir góða takta frá Stevan Jovetic.

httpv://youtu.be/LT_Zs7GwTXM

 

Comments

comments