Uncategorized — 04/01/2015 at 20:51

Slúður: Szczesny fékk háa sekt og verður ekki meira með

by

Wojciech-Szczesny-Arsenal
Ekki meira með á leiktíðinni?

Áhugavert slúður birtist á vefsíðu 101GreatGoals þar sem talað er um að Wojciech Szczesny hafi fengið háa sekt fyrir hegðun sína í kjölfar tapsins gegn Southampton í deildinni á nýársdag og muni ekki spila meira með á leiktíðinni.

Þessu heldur @william_sass fram á Twitter og hefur þetta eftir John Jensen, fyrrverandi leikmanni Arsenal fram á Twitter í dag.

Jensen á að hafa heyrt þetta frá Steve Bould aðstoðarþjálfara Arsenal en ekki fylgir það sögunni hvað sá pólski hefur í raun og veru gert af sér.

Hér eru tweetin sem starta slúðrinu.

,,John Jensen fyrrum leikmaður Arsenal segir að það hafi komið upp mál í búningsherbergi Arsenal eftir leik gegn Southampton og var gefin stór sekt af Arsene Wenger.”

,,Þetta sagði hann í dönsku sjónvarpi og fær sínar upplýsingar frá Steve Bould, sem hann er enn í samskiptum við. Ég held að John Jensen sé illa við Szczesny sem markvörð, svo ég veit ekki hvað er til í því að Szczesny sé ekki að fara að spila meira á tímabilinu.”

,,Þetta atvik hlýtur þó að vera satt, Jensen er reglulega í samskiptum við Bould, svo að það er engin ástæða fyrir hann að vera að skálda þetta”

Ritari – Eyþór Oddsson

Comments

comments