Uncategorized — 24/05/2015 at 12:03

Slúðrið: Arsenal á eftir Vidal – Sterling vill fara til Arsenal

by

Rosicky

Fréttablaðið Daily Star Sunday greinir frá því í dag að Arsenal sé á höttunum á eftir Arturo Vidal, miðjumanni Juventus.

Vidal er 28 ára varnartengiliður frá Chile en hann hefur leikið með Juventus síðustu fimm ár og verið í röð fremstu varnarmiðjumanna heims.

Það hefur mikið verið í umræðunni undanfarin ár að Arsenal hafi skort varnartengilið alveg frá því að Patrick Vieira yfirgaf félagið árið 2005, en Francis Coquelin hefur komið inn í þessa stöðu með miklum sóma í ár.

Þá vill Daily Star Sunday einnig meina að Raheem Sterling vilji yfirgefa Liverpool og flytja til Lundúna og ganga til liðs við Arsenal. Manchester City var í gær orðað við að vera í bílstjórasætinu um að fá Raheem Sterling, en þeir eru taldir ætla að bjóða 30 milljónir punda í Sterling og bjóða Stevan Jovetic í skiptum.

EEO

Comments

comments