Uncategorized — 21/06/2015 at 19:00

SkySports: Cech að nálgast Arsenal

by

Wenger

Arsenal eru að nálgast samkomulag við Petr Cech, markvörð Chelsea um að ganga til liðs við Arsenal í sumar.

Cech er 33 ára og vermdi mikið varamannabekkinn hjá Chelsea á síðustu leiktíð og er talið að hann vilji færa sig um set.

Ekki er vitað hvert kaupverðið á Cech verður en Arsenal og Chelsea hafa ekki enn samið um kaupverð en viðræður munu halda áfram í vikunni.

Talið var að Chelsea vildi fá enskan leikmann sem hluta af kaupverðinu við Cech en samkvæmt heimildum SkySports er það ekki inni í myndinni.

Cech á eitt ár eftir af samningi sínum við Chelsea og er sagður þakklátur eigandanum Roman Abramovich fyrir að leyfa sér að fara þangað sem hann vill, jafnvel þó það þýði að hann fari til Arsenal.

EEO

Comments

comments