Uncategorized — 06/02/2015 at 11:54

Sky: Sanchez gæti spilað gegn Tottenham

by

Alexis Sanches

Alexis Sanchez var frá keppni vegna meiðsla í hamstrings vöðvahópnum í 5-0 sigurleiknum gegn Aston Villa um síðustu helgi.

Eins og við greindum frá í gær, þá sagði Wenger í samtali við heimasíðu Arsenal að Sanchez myndi sennilega ekki spila gegn Tottenham.

Endurheimt Sílemannsins hefur verið fljótari en gert var ráð fyrir og nú greinir Sky frá því að Sanchez reyni allt sem hann getur til að spila þennan leik.

Arsene Wenger:

,,Hann vill spila. Að segja honum að spila ekki er ekki auðvelt! Auðvitað vill hann spila. Hann er mjög ákafur í að fá að spila og heldur að hann geti ögrað læknateyminu því hann er það ákafur”

,,Ég veit það ekki enn hvort hann geti verið með, ég þarf ráð frá læknunum áður en ég tek ákvörðun um það og að sjá hvernig hann er á æfingum.”

,,Við höfum nóg af sóknarmönnum svo að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af breiddinni þar.”

EEO

Comments

comments