Uncategorized — 23/07/2015 at 04:45

Sky: Roma vill Szczesny á láni

by

wojciech szczesny

Ítalska stórveldið Roma vill fá pólska markvörðinn Wojciech Szczesny á láni til félagsins.

Eftir komu Petr Cech er Szczesny þriðji markvörður Arsenal í goggunarröðinni og búist er því við að tækifæri hans hjá Arsenal í ár verði af skornum skammti.

Wenger hefur talað um að hann vilji halda bæði Ospina og Szczesny en viðurkenndi þó að hann útilokaði ekki að annar þeirra færi annað.

Szczesny á þrjú ár eftir af samningi en Roberto Martinez er fjórði markvörður félagsins.

EEO

Comments

comments