Uncategorized — 03/01/2015 at 14:11

Sky: Podolski búinn að standast læknisskoðun hjá Inter

by

RSC Anderlecht v Arsenal FC - UEFA Champions League

Lukas Podolski er svo gott sem genginn í raðir Inter Milan en fréttastofa SkySports greinir frá því að þessi þýski framherji hafi í dag staðist læknisskoðun.

Podolski sem verður þrítugur í ár hefur spilað með Arsenal í tvö og hálft ár en Inter mun fá hann á lánssamning út tímabilið.

Hann hefur lítið fengið að spila á tímabilinu en hann hefur aðeins byrjað tvo leiki, og hvorugur þeirra var í deildinni. Í heildina hefur hann skorað 32 mörk í 81 leik.

Ritari – Eyþór Oddsson
Heimild: SkySports

Comments

comments