Uncategorized — 02/01/2015 at 01:21

Sky: Inter hefur bætt boð sitt í Podolski

by

RSC Anderlecht v Arsenal FC - UEFA Champions League

Ítölsku risarnir í Inter Milan hafa bætt fyrra boð sitt í Lukas Podolski framherja Arsenal ef marka má orð SkySports.

Framtíð Podolski liggur í lausu lofti þar sem hann hefur lítið fengið tækifæri í Arsenal treyjunni í vetur.

,,Fyrsta tilboðið var fáranlegt en síðan komu þeir aftur með alvarlegra tilboð og við sjáum til hvað gerist.”

,,Þetta er ekki óhjákvæmilegt, það er mjög erfitt að segja, en við sjáum til.”

,,Hann var ekki tilbúinn vegna meiðsla í Southampton leikinn, en hann hefði átt góðan séns á að byrja. Hann hefur ekki æft í nokkra daga síðan í West Ham leiknum svo að ég held hann verði ekki tilbúinn á sunnudag.”

Comments

comments