Uncategorized — 31/08/2014 at 12:23

Sky: Arsenal vill ekki Remy – Líklega á leið til Chelsea

by

remy

Samkvæmt heimildum Sky fréttastofu þá hefur Arsene Wenger ekki lengur áhuga á að klófesta Loic Remy, framherja QPR.

Remy stóð sig vel á láni á seinustu leiktíð í búningi Newcastle United en hann hefur verið sterklega orðaður við Liverpool, Arsenal og Chelsea í sumar.

Nú er talið næsta víst að Remy sé að ganga í raðir Chelsea til að auka breidd í sóknarlínu liðsins, en Chelsea hafa misst framherjana Romelu Lukaku til Everton í sumar og þá er Fernando Torres genginn til liðs við AC Milan.

Eins og flestir vita er Olivier Giroud frá keppni líklega út árið og því er forvitnilegt að vita hvort Wenger bæti við sóknarlínuna sína, þar sem að hann hefur eingöngu þá reynslulitlu framherja í Yaya Sanogo og Joel Campbell, en einnig er möguleiki að nota Theo Walcott eða Alexis Sanchez fremsta.

Eyþór Oddsson

Comments

comments