Uncategorized — 09/11/2014 at 19:10

Skelfilegt tap gegn Swansea

by

Arsenal tapaði í kvöld 2-1 fyrir Swansea. Auðvitað var það Alexis sem skoraði mark Arsenal.

Eftir markalausan fyrri hálfleik þá komu Arsenal menn grimmir í þann síðari. Fengu nokkur fín færir en það var ekki fyrr en Alexis fékk færið sem markið kom. Áður hefðu Welbeck, Chamberlain og Cazorla allir geta skorað.

Við þetta hrundi leikur liðsins og það var eins og menn vissu ekki hvert sitt hlutverk var. Swansea komst á bragðið og skoraði tvö mörk.

Um leið og Arsenal komust fyrir voru menn strax farnir að tala um að núna þyrfti Wenger að gera skiptingu, Setja jafnvel Theo inn á þannig að hægt væri að nota hraða hans og sækja því á færri mönnum, verjast á fleiri. En ekkert gerðist hjá Frakkanum fyrr en Arsenal voru lentir undir þá þurfti Arsenal svo sannarlega að skora og Sanogo var settur inn á!!!

Miðað við Facebook, Twitter og aðra samfélagsmiðala þá eru ansi margir sem eru komnir á “burt með Wenger” vagninn og er fréttastjóri arsenal.is engin undantekning á því.

SHG

Swansea City v Arsenal - Premier League

Comments

comments