Uncategorized — 01/03/2014 at 19:08

Skelfilegt tap gegn Stoke

by

Stoke City v Arsenal - Premier League

Ef ég ætti að leggja jafn mikinn metnað í þessa frétt og flestir leikmenn sýndu gegn Stoke í dag þá væri engin mynd og fyrirsögnin myndi duga.

En Arsenal varð að vinna í dag til að halda í við önnur lið og missa ekki Liverpool yfir sig. En skelfileg framistaðan og ódýrt víti varð til þess að Stoke vann 1-0. Arsenal átti ekkert skilið út úr þessum leik en Sanogo fékk að vísi færi á 94 mínútu sem hann klúðraði, auðveldara hefði verið að skora.

En það er ekki hægt að setja það á herðar Sanogo að klára svona mikilvæga leiki fyrir Arsenal. Það er á ábyrgð Wenger að tefla fram besta liðinu og það gerði hann ekki. Özil sem fékk hvíld var á bekknum, Ox var þar einnig. En hans innkoma var sú eina sem var jákvæð. Og Gibbs var klárlega ekki 100% heill og lét hann varla sjá sig í sókn.

En Arsenal er dottið niður í þriðja sætið, City á tvo leiki á Arsenal og núna hefst það sama og öll önnur tímabil. Barátta um fjórða sætið sem sjaldan hefur verið jafn fjarlægur draumur og núna, töpum við næsta dieldarleik!

SHG

 

Comments

comments