Uncategorized — 22/05/2012 at 18:56

Sjö leikmenn fá ekki nýjan samning

by

 

Arsenal hefur gefið það út að sjö leikmenn, 5 atvinnumenn og 2 á skólasamningi fá ekki nýtt tilboð í sumar. Sá frægasti af þessum er markmaðurinn Manuel Almunia.

Hinir fjórir sem fá ekki aftur atvinnumannasamning eru George Brislen-Hall, Gavin Hoyte, Sean McDermott og Rhys Murphy. James Campbell og Jeffrey Monakana eru skólastrákarnir sem teljast ekki nógu góðir fyrir Arsenal.

Allir þessir samningar renna út 30. júní og geta því þessir leikmenn fundið sér félag frá og með 1. júlí.

SHG

Comments

comments