Uncategorized — 16/01/2013 at 23:13

Sigur í FA bikarnum gegn Swansea

by

JackW_SwanseaFACUP

Swansea lét okkar menn svo sannarlega hafa fyrir því að komast áfram í 4 umferð í FA bikarnum. Fyrst var það leikur á heimavelli Swansea sem fór 2-2 og svo nú í kvöld þurftum við að bíða fram á 86 mínútu með að komast yfir í leiknum og var þar á ferðinni Jack Wilshere sem nelgdi boltann í netið rétt fyrir utan vítateig.

Arsenal fékk fjöldann allan af tækifærum í leiknum og flest þeirra voru skot frá Theo Walcott sem hitti ekki netið en Swansea átti mörg tækifæri líka og það besta kom líklega í fyrri hálfleiknum þegar fyrrverandi leikmaður Arsenal Kyle Bartley setti boltann í þverslánna.

Góð úrslit en spurningin er, hversu mikinn toll tekur þessi leikur af leikmönnum fyrir leikinn gegn Chelsea á Sunnudaginn.


FA Cup : ARSENAL vs Swansea City 1-0 by MRLooka

ArsenalSwanseaLineup

ArsenalSwanseaStats

Comments

comments