Uncategorized — 01/03/2015 at 21:49

Sigur í dag – Coquelin nefbrotinn – Wenger ánægður með frammistöðuna

by

Rosicky

Arsenal lagði Everton 2-0 fyrr í dag með mörkum frá Olivier Giroud og Tomas Rosicky.

Markið frá Giroud var laglega afgreitt eftir hornspyrnu frá Mesut Özil, en Özil lagði einnig upp seinna markið fyrir Tomas Rosicky, sem kom inn á sem varamaður þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum með skoti sem fór af varnarmanni Everton og í netið.

Það sem er mjög mikilvægt í dag er að við svöruðum með góðu hugarfari. Við erum stoltir af því hvernig við svöruðum i dag. Einbeitingin okkar varnarlega var klössum ofar því sem við vorum á miðvikudagskvöldið. Við vitum að við getum gert betur með boltan en í heildina er mikilvægt fyrir okkur að svara með sigri.

Þetta var gott mark hjá Giroud. Hann svaraði vel og ég er ekki bara ánægður með hann útaf markinu heldur einnig útaf því hvernig hann lagði sig fram í leikinn allan tíman. Ég hafði ekki mikla þörf á að hvíla hann því hann er mikilvægur leikmaður fram á við og jafnvel varnarlega.

Olivier er með mikil gæði þegar hann snýr bakinu í vörnina, hann hefur persónuleikan og karakterinn til að svara fyrir sig. Af því ég þekki hann svo vel núna þá ákvað ég að halda honum í liðinu. Hann veit að hann átti slakan leik í vikunni og myndi svara því hann hefur styrkinn í það.

Eina spurningin var hvort hann myndi þola 90 mínútur en ég tók hann útaf eftir 65 mínútur gegn Monaco. Ég taldi að nærvera hans myndi styrkja okkur gegn Everton.

Santi spilaði vel, öll vörnin spilaði vel. Ég skil að við fengum þessa gagnrýni eftir Monaco því þetta leit illa út en það verður ekki svoleiðis varanlega. Þetta getur komið fyrir að allir séu ekki einbeittir á réttu hlutina í leik.

Coquelin er nefbrotinn og ég veit ekki hve lengi hann verður frá eða hvort hann þurfi á aðgerð að halda. Ég vona ekki. Þeir sögðu mér að honum blæddi en gæti haldið áfram. Í seinna skiptið lenti hann aftur í því svo ég varð að taka hann útaf. Mér var sagt af læknateyminu að hann gæti haldið áfram. Coquelin vildi spila áfram

Gabriel átti góða frammistöðu í heildina, hann var hissa á ákefðinni einu sinni eða tvisvar í leiknum en átti góðar tæklingar. Hann er mjög einbeittur og fljótur.
Arsene Wenger

EEO

Comments

comments