Uncategorized — 01/10/2011 at 00:27

Sigur hjá stelpunum í meistaradeildinni

by

Arsenal Ladies spiluðu fyrri leik sinn gegn FC Bobruichanka í Meistaradeildinni á fimmtudag og unnu leikinn 4-0 en leikurinn var spilaður í Hvíta-Rússlandi.

Þessi leikur er í 32 liða úrslitum keppninar. Ellen White skoraði fyrsta mark Arsenal á 9 mínútu. Jordan Nobbs skoraði síðan á 64 mínútu, Jennifer Beattie bætti við þriðja markinu á 78 mínútu og smiðshöggið lagði síðan Katie Chapman á 88 mínútu úr vítaspyrnu.

Seinni leikur liðanna verður spilaður á Englandi þann 5 Október og verður að teljast líklegt að Arsenal stelpurnar komist áfram í 16 liða úrslitin þar sem liðið mætir mjög líklega Rayo Vallecano de Madrid en Rayo leiðir 4-1 gegn Finnska liðinu PK-35.

BYRJUNARLIÐIÐ:

Rebecca Spencer
Steph Houghton(74)
Jayne Ludlow (c)
Gilly Flaherty
Ciara Grant
Jordan Nobbs
Ellen White(65)
Rachel Yankey
Niamh Fahey
Kim Little(58)
Katie Chapman

BEKKURINN:

Emma Byrne
Jennifer Beattie(65)
Danielle Carter(58)
Yvonne Tracy(74)
Lauren Bruton
Hayley Ladd

 

Comments

comments