Uncategorized — 04/01/2015 at 20:29

Sigur gegn bitlausu Hull City liði í FA bikarnum

by

59495.3
,,Mertesacker skoraði með skalla”

Arsenal átti ekki í miklum vandræðum með Hull City í þriðju umferð FA bikarkeppninnar en liðin áttust við á Emirates í kvöld.

Leikur liðsins var fínn á marga vegu en Hull City gerði tíu breytingar á liði sínu fyrir leikinn. Það virðist hafa komið niður á þeim þar sem að sóknarleikur gestanna þótti nokkuð bitlaus en þeir náðu aðeins þremur skotum á ramman sem David Ospina í markinu sá við. Sjá tölfræði BBC.

Það var fyrirliðinn Per Mertesacker sem skoraði fyrsta mark leiksins með skalla eftir 19 mínútur og 32 sekúndur. Hoppaði hann hátt í loft upp eftir mjög góða hornspyrnu Alexis Sanchez og skallaði boltan laglega í netið og 1-0 var staðan í hálfleik.

Eitthvað virtist Arsenal missa taktinn í byrjun seinni hálfleiks en Hull pressuðu stíft á vörn Arsenal hátt á vellinum en tókst lítið að skapa sér alvöru marktækifæri.

Það var síðan Alexis Sanchez sem skoraði seinna markið eftir 81:24 mínútna leik með skoti rétt utan teigs eftir undirbúning Santi Cazorla.

Arsenal verður því í hattinum þegar dregið verður í fjórðu umferð bikarkeppninnar en dregið verður á morgun.

Ritari – Eyþór Oddsson

Comments

comments