Uncategorized — 06/04/2013 at 17:30

Sigur á West Brom

by

Arsenal-v-AC-Milan-Tomas-Rosicky-goal2_2729435

Tomas Rosicky skoraði tvö mikilvæg mörk

Arsenal fóru í góða heimsókn í dag á The Hawthorns heimavöll West Brom og tóku öll stigin þrjú.

Það var Tomas Rosicky sem skoraði bæði mörk liðsins, það fyrra með snjöllum skalla eftir fyrirgjöf Gervinho og hið síðara þá tók hann frákast af eigin skoti sem var varið af Ben Foster.

Það var þó James Morrison sem minnkaði muninn á um 70. mínútu þegar Per Mertesacker braut af sér og fékk dæmda á sig vítaspyrnu og rautt spjald.

Mikilvægur sigur fyrir Arsenal menn sem eru komnir í 56 stig í fjórða sætið og upp fyrir Chelsea sem á leik gegn Sunderland á morgun.

Hér má sjá fyrra mark Rosicky

Hér má sjá seinna mark Rosicky

Hér má sjá brotið hjá Mertesacker sem gaf honum rautt spjald að launum

Eyþór Oddsson

Comments

comments