Uncategorized — 26/07/2013 at 22:07

Sigur á Urawa Reds

by

PodolskiScoresMontp

 

Podolski skoraði fyrsta markið

Arsenal tóku á móti Urawa Reds fyrr í dag og lögðu þá 2-1. Fjórði sigurleikurinn í röð á undirbúningstímabilinu og nú er að vona að þetta gengi haldist þegar deildin byrjar.

Það var Lukas Podolski sem skoraði fyrsta mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks en fyrri hálfleikur hafði verið markalaus. Abe jafnaði fyrir Urawa á 59. mínútu en ungstyrnið Chuba Akpom skoraði síðasta mark leiksins á 82. mínútu og tryggði sigurinn.

Eyþór Oddsson

Comments

comments