Uncategorized — 16/05/2015 at 11:07

Tap gegn Swansea og leikur gegn Man Utd á morgun

by

Giroud

Arsenal á mjög mikilvægan leik á Old Trafford á morgun gegn Manchester United.

Með sigri tryggir Arsenal sér sæti á meðal þriggja efstu í deildinni en það eru þrjú ár síðan það gerðist síðast.

Arsenal hefur mætt Manchester United í tvígang á leiktíðinni en þeir töpuðu á Emirates í nóvember 2-1, en þá skoraði Olivier Giroud mark á lokamínútu leiksins og minnkaði muninn.

Manchester United tók á móti Arsenal í átta liða úrslitum í bikarnum á Old Trafford en eins og flestir Arsenal menn vita, þá vann Arsenal þann leik 2-1 með mörkum frá Nacho Monreal og Danny Welbeck, en í millitíðinni hafði Wayne Rooney jafnað leikinn.

Arsenal tapaði seinasta leik sínum í deildinni eftir að hafa verið á miklu skriði í deildinni. Það var 1-0 tap heima gegn Swansea á mánudagskvöldið með marki frá Gomis á 86. mínútu.

EEO

Comments

comments