Uncategorized — 04/05/2013 at 19:00

Sigur á QPR í annars döprum leik

by

945934-15587095-640-360

 

Theo Walcott er sá eini sem skorað hefur fyrir Arsenal í síðustu tveimur leikjum og hefur því tryggt Arsenal fjögur stig í heildina. Líkt og gegn Man Utd um síðustu helgi byrjaði Walcott af krafti og skoraði á fyrstu mínútu og þar við sat.

Leikurinn var hálf leiðinlegur á að horfa, Arsenal meira með boltan en QPR tókst alltaf, að undanskildu þessu eina marki að koma í veg fyrir að Arsenal skapaði sér svo mikið sem færi.

QPR áttu sínar 2-3 sóknir en þegar kom að skyndisóknum eftir að hafa verið í vörn þá voru Arsenal menn ekki nógu margir frammi til að geta gert sér mat úr því. Niðurstaðan var því 1-0 fyrir Arsenal og hefur gengi Arsenal undanfarið verið því nokkuð stöðugt.

Liðið er því að spila svipaðan bolta þessa dagana og hefur einkennt Man Utd liðið á undanförnum vikum og mánuðum, þar sem að liðið er að vinna leiki á góðri vörn þó þeir séu ekki að gera miklar rósir sóknarlega og oftar en ekki að láta það duga að skora 1-2 mörk í leiknum til að vinna hann.

Þrjú stig eru allt sem skiptir máli og dýrmæt stig í baráttunni um þriðja sætið, en Arsenal er komið í þriðja sæti með 67 stig, tveimur á undan Tottenham, sem á leik til góða gegn Chelsea, en Chelsea á tvo leiki til góða en þeir spila við Man Utd á morgun.

Eyþór Oddsson

Comments

comments