Uncategorized — 19/05/2013 at 17:10

Sigur á Newcastle kemur Arsenal í forkeppni Meistaradeildarinnar

by

Manchester City v Arsenal - Premier League

 

Laurent Koscielny skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Newcastle í dag, en sigurinn tryggir Arsenal fjórða sætið og langleiðina inní Meistaradeildina, en nú mun Arsenal taka þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar á næsta ári.

Chelsea vann Everton á sama tíma og því dugði sigurinn ekki til að tryggja Arsenal beint í riðlakeppni. Tottenham sigruðu Sunderland 1-0 með sigurmarki Gareth Bale í uppbótartíma og því var markið hjá Koscielny mjög dýrmætt.

Eftir þetta season er hægt að hrósa karakternum í liðinu. Liðið missti líklega sjálfstraust eftir brotthvarf van Persie og það þurfti að laga. Það tók sinn tíma, enda átti Arsenal skelfilega byrjun á leiktíðinni.

Arsenal hafa sýnt mikinn stöðugleika og karakter að koma til baka og tryggja fjórða sætið eftir erfitt vonbrigðatímabil. Arsenal geta borið höfuðið hát og hafa sýnt mikinn stöðugleika síðastliðið hálft ár.

Nú þarf bara að sjá til þess að við þurfum ekki að byrja næsta tímabil á að byggja liðið uppá nýtt með því að missa lykilmenn á borð við Koscielny, sem er að margra mati einn allra besti leikmaðurinn á þessari leiktíð og vanmetinn klettur í vörninni.

Arsenal menn geta því horft bjartsýnir á næstu leiktíð ef liðið heldur sama hópi fyrir næsta tímabili ásamt því að bæta við kannski 2-3 leikmönnum í sumar.

Eyþór Oddsson

Comments

comments