Uncategorized — 21/08/2014 at 11:30

Shaktar Donetsk búið að gefa Costa grænt ljós um að hann megi fara

by

Douglas Costa

Arsenal hefur fengið grænt ljós á að festa kaupin á Douglas Costa eftir að framkvæmdastjóri Shakhtar Donetsk staðfesi að þeir muni ekki standa í vegi fyrir leikmanninum að fara í sumar.

Arsenal eru þekktir fyrir að vera miklir aðdáendur Costa og hafa tvisvar gert tilboð í hann í áður, og nýlegar fréttir benda til að Arsenal sé að íhuga tilboð í leikmannin en aðeins um 1 árs lánssamning sé að ræða.

Arsene Wenger hefur pláss í hópnum sínum fyrir nýja leikmenn, og hefur Shakhtar nú gefið Arsenal grænt ljós á að hann megi fara – eftir að staðfest var að Brasilíumaðurinn getur yfirgefið frá liðinu.

“Ég er viss um að allt muni koma í ljós varðandi leikmannin í vikuni,” sagði Mircea Lucescu stjóri Shaktar Donetsk.

“Fyrir mér eru allir leikmenn falir fyrir rétt verð. Á hverju ári munu leikmenn fara og sumir leikmenn koma, og nú gæti Douglas Costa farið frá félaginu.”

“Það er eðlilegt að leikmenn vilji fara á einhverjum tímapunkti.”

Arsenal eru taldir vilja fá Costa aðeins á láni og telst það helsti kostur Wenger en leikmaðurinn er falur fyrir 40 milljónir punda, en Wenger gæti keypt leikmannin ef að Þjóðverjinn Lukas Podolski muni fara í sumar.

Douglas Costa er 23 ára leikmaður, fæddur 14 September 1990 og spilar sem sóknarsinnaður miðjumaður. Leikmaðurinn hóf atvinnumannaferilinn með Gremio á árunum 2008 – 2010 og færði sig svo um set til Shaktar Donetsk. Costa hefur spilað 149 leiki með Gremio og Donetsk, og hefur hann skorað í þeim leikjum 27 mörk.

Ritari – Davíð Guðmundsson

Comments

comments