Uncategorized — 10/08/2014 at 21:08

Serge Gnabry á leið frá Arsenal að láni?

by

Serge Gnabry

Serge Gnabry, vængmaður Arsenal, er mjög eftirsóttur af minnst þremur úrvalsdeildarliðum sem vilja fá hann að láni fyrir komandi tímabil.

Gnabry, sem er 19 ára gamall, lék 10 leiki með Arsenal á síðustu leiktíð, skoraði 1 mark og vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu sína undir stjórn Wenger þrátt fyrir lítinn spilatíma.

Newcastle United, Crystal Palace og Southampton hafa öll áhuga á að fá þann unga Serge Gnabry í sínar raðir, en eftir komu Alexis Sanchez til Arsenal frá Barcelona í sumar fékk Gnabry þau skilaboð að hann mætti fara á láni til að auka spilatíma sinn.

Gnabry kom upp í gegnum unglingastarf Stuttgart í Þýskalandi en gekk í raðir Arsenal árið 2011 eftir að hafa verið hjá Stuttgart síðan 2006.

Ritari – Davíð Guðmundsson

Comments

comments