Uncategorized — 01/05/2013 at 11:31

Segir stjórn Arsenal skorta metnað

by

Usmanov_1671821

Alisher Usmanov, ríkasti maður Bretlandseyja og hluthafi í Arsenal, segir núverandi stjórn félagsins skorta metnað til að vinna titla.

Stan Kroenke frá Bandaríkjunum er aðaleigandi Arsenal og á nærri 70% í félaginu en Usmanov í kringum 30 en Usmanov hefur lengi reynt að taka yfir Arsenal.

,,Kroenke sýnir engan vilja til að búa til sigurlið. Arsenal á engar stjörnur lengur en hann er mjög ánægður með að hafna aftur í þriðja og fjórða sæti. Okkur skilst að Kroenke ætli ekkert að selja neitt en það gerum við ekki heldur því við erum stuðningsmenn liðsins,” sagði Usmanov.

Usmanov lætur þar í ljós að hann sé fulltrúi stuðningsmanna félagsins og tali máli þeirra og hefur talað um að Robin van Persie hefði aldrei farið til Manchester United síðasta sumar ef hann hefði verið við völd.

Frétt frá 433.is

Eyþór Oddsson

Comments

comments