Uncategorized — 06/01/2015 at 12:25

Santi Cazorla leikmaður mánaðarins á Englandi

by

Arsenal v Liverpool - Premier League

Santi Cazorla, leikmaður Arsenal hefur verið valinn leikmaður desember mánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Cazorla átti afbragðs flottan mánuð en hann skoraði fjögur mörk og lagði eitt upp í jólamánuðinum.

Hann skoraði mark úr víti í tapi gegn Stoke City áður en hann skoraði tvö gegn Newcastle (þar af eitt úr víti) í góðum 4-1 sigri.

Hann lagði einnig upp mark Giroud í 2-1 sigrinum á West Ham áður en hann skoraði sjálfur af vítapunktinum í sama leik.

Ritari – Eyþór Oddsson

Comments

comments