Uncategorized — 07/08/2012 at 09:32

Santi Cazorla kominn. Staðfest

by

Nú hefur Arsenal loks tilkynnt um kaup félagsins á Spænska miðjumanninum Santi Cazorla en hann er keyptur frá Malaga á Spáni. Cazorla er 27 ára og spilaði meðal annars með Villareal og svo er hann evrópumeistari með landsliði Spánar bæði 2008 og núna í ár.

Fullt nafn hans er Santiago Cazorla González og er hann 168cm á hæð. Ekki er enn búið að tilkynna hvaða treyju númer hann fær.

Talið er að kaupverðið á Cazorla sé um 16 milljónir punda sem ætti að gera hann að einum dýrasta leikmanni sem Arsenal hefur keypt. Aðrar fréttir segja að hann hafi einungis kostað Arsenal um 12 milljónir punda. En við fáum líklega aldrei að vita hið rétta kaupverð.

Cazorla fór með liði Arsenal til Þýskalands en liðið mun spila við FC Cologne þann 12 Ágúst. Líklega mun þá sá leikur verði fyrsti leikur hans fyrir Arsenal.

 

Comments

comments