Uncategorized — 13/01/2015 at 08:38

Sanogo nálgast Palace

by

Arsenal v Benfica - Emirates Cup

Framherjinn knái Yaya Sanogo er að nálgast lánssamning við Crystal Palace út tímabilið.

Sanogo fer þangað með það að markmiði að fá leikreynslu en hann hefur byrjað átta leiki á þessu tímabili fyrir Arsenal og skorað eitt mark.

Crystal Palace eru undir stjórn Alan Pardew, sem var ráðinn þangað nýlega frá Newcastle.

Uppfært: Búið er að ganga frá samningum milli Sanogo og Palace og því mun hann eyða restinni af tímabilinu í herbúðum Palace.

Alan Pardew:
Við höfum gefið honum tækifæri. Hann er ungur og þarf að spila meira. Hann er tilbúinn til þess en hann sannaði það hjá Arsenal. Það er erfitt að komast í liðið þar en hann er nær því hjá okkur.

Yaya Sanogo:
Þegar stjórinn talaði við mig um Palace var ég mjög ánægður því ég vil spila fleiri leiki. Palace er gott lið, ég sá þá spila gegn Tottenham og það var frábær frammistaða. Ég vona að ég geti hjálpað þeim að eiga góðan seinni hluta af tímabilinu.

Heimild: SkySports

Eyþór Odds

Comments

comments