Uncategorized — 07/01/2015 at 17:18

Sanogo líklega á leið til Bordeaux á láni

by

Arsenal v Fenerbahce SK - UEFA Champions League Play-offs: Second Leg

Franski sóknarmaðurinn Yaya Sanogo mun ganga til liðs við Bordeaux á láni út leiktíðina í janúarglugganum samkvæmt heimildum SkySports.

Sanogo hefur átt erfitt uppdráttar með að komast í lið Arsenal en hann hefur byrjað fimm leiki á leiktíðinni og komið inn á í einum sem varamaður.

Sanogo hefur skorað eitt mark á leiktíðinni til þessa og var það einkar laglegt mark í Meistaradeildinni gegn Dortmund en eftirminnileg var frammistaða hans gegn Benfica á undirbúningstímabilinu þar sem hann skoraði fernu.

,,Hann vill koma til okkar, það er öruggt. Við erum að vinna í komu Sanogo og vonumst til að hann verði klár gegn Monaco á sunnudag. Við báðum Arsenal um að vera í bandi, þeir sögðu að þeir myndu svara á þriðjudag eða miðvikudag en ég sagðist heldur vilja þriðjudaginn,” segir Jean-Louis Triaud forseti Bordeaux.

Bordeaux situr í 6. sæti frönsku deildarinnar með 31 stig.

Ritari – Eyþór Oddsson

Comments

comments