Uncategorized — 13/01/2015 at 09:23

Sanogo kominn til Palace (staðfest)

by

Arsenal og Crystal Palace staðfestu í morgun að Palace hefur fengið Yaya Sanogo að láni út þetta tímabil.

Sanogo hefur færst aftar  hjá Arsenal með komu Welbeck og hefur einungis spilað sex leiki þetta tímabil og skorað eitt mark.

Hann spilað 14 leiki eftir að hafa glímt við langvarandi meiðsli í fyrra. Fjórir af þeim var í FA Cup og kom hann meðal annars inn á í úrslitaleiknum.

Núna fær hann tækifæri á að spila meir og þroskast sem leikmaður.

Alan Pardew:
Við höfum gefið honum tækifæri. Hann er ungur og þarf að spila meira. Hann er tilbúinn til þess en hann sannaði það hjá Arsenal. Það er erfitt að komast í liðið þar en hann er nær því hjá okkur.

Yaya Sanogo:
Þegar stjórinn talaði við mig um Palace var ég mjög ánægður því ég vil spila fleiri leiki. Palace er gott lið, ég sá þá spila gegn Tottenham og það var frábær frammistaða. Ég vona að ég geti hjálpað þeim að eiga góðan seinni hluta af tímabilinu.

SHG

sanogo

Comments

comments