Uncategorized — 01/01/2015 at 21:41

Sanngjarnt tap gegn Southampton

by

Wojciech-Szczesny-Arsenal
Szczesny átti því miður ekki góðan leik í dag

Arsenal átti því miður skelfilega byrjun á nýju ári þegar þeir mættu í heimsókn á St. Mary leikvanginn í Southampton í dag og töpuðu 2-0.

Það var Sadio Mane sem kom Southampton yfir á 36. mínútu en eftir misheppnað úthlaup Wojciech Szczesny gat Mane skotið boltanum frá marklínunni og inn. Virkilega vel gert hjá heimamönnum en Per Mertesacker var nálægt því að geta bjargað.

Aftur átti Wojciech Szczesny mistök þegar kemur að marki Dusan Tadic á 56. mínútu leiksins. Skortur á samskiptum Szczesny við vörnina olli því að Szczesny þurfti að hreinsa boltan í flýti en það vildi ekki betur til að boltinn datt beint á Tadic sem skoraði úr auðveldu færi.

Mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri hjá Southampton en Mathieu Debuchy varði meðal annars á línu eftir að Southampton menn fífluðu Szczesny í öðru kjánalegu úthlaupi.

Sóknarleikur dagsins þótti ekki upp á marga fiska og var ekki mikið um færi, en kannski helst þegar Alexis Sanchez fékk boltan í teignum en í stað þess að skjóta strax, dripplaði hann boltanum nær marki og átti skot beint á markvörð Southampton.

Margir vildu sjá rautt þegar Florin Gardos braut á Alexis Sanchez um miðbik síðari hálfleiks þegar sá síðarnefndi var að komast í ákjósanlegt skotfæri.

Ritari – Eyþór Oddsson

Comments

comments