Uncategorized — 16/04/2013 at 20:43

Sanngjarnt markaleysi á Emirates í kvöld

by

wojciech szczesny

 

Szczesny sneri aftur í lið Arsenal vegna meiðsla Fabianski

Arsenal og Everton gerðu sanngjarnt markalaust jafntefli í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.

Sigur hefði verið mjög mikilvægur fyrir bæði lið í baráttunni 4. sætið en að loknum en bæði lið þurftu að sætta sig við eitt stig að lokum.

Leikurinn var opinn og skemmtilegur þrátt fyrir að marktækifærin hafi ekki verið mörg. Olivier Giroud hefði hugsanlega getað skorað fyrir Arsenal og Ross Barkley átti skot naumlega framhjá fyrir Everton.

Arsenal er enn í 3. sætinu með 60 stig, en Chelsea á tvo leiki til góða á liðið og Tottenham einn en þau eru bæði tveimur stigum á eftir Arsenal. Næsti leikur Arsenal er gegn Fulham á Craven Cottage á laugardaginn.

Eyþór Oddsson

Comments

comments