Uncategorized — 01/09/2013 at 18:19

Sannfærandi sigur á Tottenham

by

Arsenal v Tottenham Hotspur - Premier League

Arsenal og Tottenham mættust á Emirates í dag. Mikið hefur verið rætt um þennan leik, sérstaklega þar sem Tottenham hefur mikið verið að versla í sumar en Arsenal ekki neitt.

En það eru gæðin sem skipta máli og þau eru, allavega miðað við þennan leik, Arsenal megin. Arsenal yfirspiluðu Spurs og hefði það ekki verið fyrir stórleik Lloris í marki þeirra þá hefði munurinn verið meir en 1-0 í hálfleik.

Giroud skoraði þá eftir flotta sókn þar sem Walcott lagði upp markið. Spurs voru meiri með boltann í síðari hálfleik án þess þó að skapa sér er frá er tekið eitt skot sem Szczesny varði vel eftir að boltinn breytti um stefnu á Koscielny.

Góð stig og núna tekur við hvíld þar sem landsleikjahlé er framundan.

SHG

 

Comments

comments