Uncategorized — 02/08/2011 at 22:18

Samuel Galindo lánaður

by

2. deildar liðið Gimnàstic de Tarragona á Spáni hefur nú fengið Samuel Galindo lánaðann frá Arsenal út komandi tímabil. Galindo sem lék í öllum undirbúningsleikjum varaliðs Arsenal fyrir komandi átök í vetur var í láni hjá Salamanca á síðustu leiktíð.

Samuel Galindo er miðjumaður sem þjálfarar Arsenal meta mikils en vegna aldurs og erfiðleika við að fá atvinnuleyfi þá verður hann lánaður enn og aftur eins og svo margir aðrir en Galindo er frá Bólivíu og er 18 ára.

Comments

comments