Uncategorized — 15/08/2014 at 13:38

Samningurinn við Gaman Ferðir undirritaður

by

Siggi_Þór

Eins og áður hefur komið fram þá verða klúbburinn og Gaman Ferðir áfram í samstarfi. En í morgun, rétt áður en haldið var af stað í fyrstu hópferð tímabilsins var samnningurinn formlega undirritaður.

Í samvinnu við Arsenalklúbbinn á Íslandi skipuleggur Gaman Ferðir ferðir á alla heimaleiki Arsenal á tímabilinu og einnig verða þrjár hópferðir, þessi sam farinvar í morgun, Man Utd í nóvember og Everton í febrúar á næsta ári. Félagar í Arsenalklúbbnum á Íslandi fá að sjálfsögðu afslátt í þessar ferðir hjá Gaman Ferðum.

Þegar byrjað að seljast í næstu ferð og ljóst að það verður uppselt í þá ferð á næstu vikum. Hópferðin á Arsenal og Everton í lok febrúar er einnig komin í sölu. Hægt er að bóka sig í þessar ferðir á vef Gaman Ferða, www.gaman.is.

Samstarf Gaman Ferða og Arsenal-klúbbsins á Íslandi snýr líka að því að standa saman að öflugu markaðs- og kynningarstarfi á starfsemi Arsenal-klúbbsins á Íslandi en á næstu vikum og mánuðum verður það kynnt nánar.

SHG

Comments

comments