Uncategorized — 31/07/2014 at 19:11

Saga Emirates Cup

by

Sigurður Hilmar Guðjónsson eða Hilmar eins og hann er kallaður er varaformaður Arsenalklúbbsins á Íslandi og hér að neðan rifjar hann upp þær sex Emirates Cup keppnir sem haldnar hafa verið fram að þessu.

 

Arsenal v Celtic - Emirates Cup

Á laugardaginn hefst Emirates Cup í sjöunda sinn með leik Monaco og Valencia klukkan 13:00 að íslenskum tíma. Markmiðið var að halda Emirates Cup árlega en vegna Ólympíuleikana í London 2012 þá var ekkert Emirates Cup það ár.

Arsenal v New York Red Bulls - Emirates Cup

Keppnin var haldin fyrst árið 2007 og tóku þá PSG, Inter Milan og Valencia þátt. Arsenal vann bæði PSG og Inter Milan 2-1 og stóðu því uppi sem meistarar. Mark Robin van Persie gegn Inter sem tryggði Arsenal sigurinn verður seint gleymt þó leikmaðurinn sé gleymdur. Aðrir markaskorarar voru Hleb, Bendtner og Flamini. Ég var heppinn að vera í London á þessum tíma og verð ég að viðurkenna að stemningin í svona keppni er ekkert verri en í stórleikjum á Emirates.

Arsenal v Inter Milan - Emirates Cup

Það tók ekki langan tíma fyrir annað lið að vinna Emirates Cup því 2008 vann Hamburg keppnina. Þeir voru ekki líklegastir því Real Madrid og Juventus voru einnig gestir þetta árið. Arsenal tapaði gegn Juventus 1-0 en unnu Real með sömu markatölu eftir víti frá Adebayor á sunnudeginum.

Arsenal v Real Madrid - Emirates Cup

Aftur vann Arsenal keppnina 2009, þá með því að vinna Atletico Madrid 2-1 (Arshavin bæði) og Rangers 3-0 (Wilshere 2 og Eduardo). Aftur kom PSG í heimsókn þetta árið en spilaði ekki gegn Arsenal eins og 2007. Það var þarna sem Jack Wilshere virkilega steig á sjónarsviðið og núna 5 árum síðar er ekki skrítið að margir tala um að framfarir hafa verið litlar.

Arsenal v Rangers - Emirates Cup

Árið 2010 komu AC Milan og Celtic í heimsókn sem spiluðu gegn Arsenal en Lyon var fjórða liðið. Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Ítalana á laugardeginum, en það var Chamakh sem skoraði sitt fyrsta mark á Emirates í þessum leik. Arsenal vann svo Celtic 3-2 í stórkostlegum leik til að vera fyrsta liðið að verja titilinn. Erfitt fyrir önnur lið þar sem bara Arsenal tekur þátt árlega. En mörkin skoruðu Vela, Sagna og Nasri.

Arsenal v AC Milan - Emirates Cup

Það var enginn annar en Thierry Henry sem lyfti bikarnum 2011 en þá í treyju New York Red Bulls. Þetta var líka fyrsta árið sem Arsenal leitaði út fyrir Evrópu að þátttökuliðum en auk þessara liða var Boca Juniors og PSG. Arsenal gerði 2-2 jafntefli við PSG þrátt fyrir að hafa komist í 2-0 með mörkum frá Persie og Aaron Ramsey. Persie virtist hafa tryggt Arsenal titilinn gegn New York á sunnudeginum en töfrar frá Henry urðu til þess að Bartley skoraði sjálfsmark og New York vann keppnina.

Arsenal v New York Red Bulls - Emirates Cup

Í fyrra vann svo Galatastaray, en það var ekki hægt að búast við öðru enda Drogba leikmaður Galatasaray. Arsenal gerði jafntefli við Napoli 2-2 en Giroud og Koscielny skorðu seint í leiknum. Theo Walcott kom Arsenal yfir gegn Galatasraray á sunnudeginum en tvö mörk frá Drogba undir lokin sáu til þess að þeir tóku með sér bikarinn heim. Porto var fjórða liðið. En þetta var svar markaðsstjóra Arsenal þegar ég spurði hann hverjum datt í hug að bjóða Droba á Emirates: „My fault – I thought he might be old enough that we could handle him now!“

 Arsenal v Galatasaray - Emirates Cup

Á laudagarinn mætir Arsenal Benfica en svo Monaco á sunnudaginn, báðir leikirnir 15:20 að íslenskum tíma.

Comments

comments