Uncategorized — 23/05/2012 at 18:43

Ryo spilaði sinn fyrsta landsleik

by

Hinn ungi Japani Ryo Miyaichi sem var á láni hjá Bolton seinni hluta síðasta tímabils spilaði sinn fyrsta landsleik í gær. Ryo er fæddur í desember 1992 og er því ennþá gjaldgengur í U-19 ára landslið Japana.

Hann kom til Arsenal í janúar 2010 en þar sem hann fékk ekki atvinnueyfi þá var hann lánaður til Hollands. Hann fékk svo sérstakt atvinnuleyfi fyrir síðasta tímabil. En eftir að hafa einungis komið inn á í tveimur deildarbikarleikjum þá kom ekkert annað til greina en að lána leikmanninn svo hann myndi spila nógu marga leiki til að fá áframhaldandi atvinnuleyfi. En þar sem hann er núna byrjaður að spila með aðalliði Japana þá getur það hjálpað Arsenal og stráknum til að halda dvalarleyfi sínu á Englandi.

Hann kom inn á og spilaði síðustu 30 mínúturnar í 2-0 sigri gegn Aserbaídsjan.

Á sama tíma þá spilaði Lukaz Fabianski allan leikinn með Pólverjum gegn Lettlandi. Pólland vann 1-0 og átti Lukaz frekar góðan leik og kom oft fyrir að Lettland jafnaði.

SHG

Comments

comments