Uncategorized — 23/07/2013 at 14:29

Ryo: Ólýsanleg tilfinning að skora í minni borg

by

ryo

Ryo Miyaichi, japanski vængmaðurinn hjá Arsenal, segir að það hafi verið ótrúleg tilfinning að skora fyrsta mark sitt fyrir félagið í heimabæ sínum gegn Nagoya.

Arsenal fengu vítaspyrnu sem dæmd var eftir meint brot á Olivier Giroud, en Mikel Arteta vildi gefa Ryo tækifærið til að skora fyrir framan fullt af asískum Arsenal aðdáendum.

,,Þetta er mín borg, margir aðdáendur koma hér svo þetta er mjög spenanndi. Það lætur mér líða vel að sjá stuðningsmenn með Arsenal treyjur merkta Ryo. Þetta er frábært fyrir mig sem fótboltamann.”

,,Það er ótrúleg tilfinning að skora. Allir gáfu mér frábært tækifæri til að skora svo að þetta var gott. Þetta var erfiður leikur en ég verð að vera kominn í form fyrir byrjun tímabilsins svo þetta er gott fyrir mig.”

Eyþór Oddsson

Comments

comments