Uncategorized — 19/08/2011 at 14:16

Ryo og Nasri í hópnum gegn Liverpool

by

Samir Nasri og Ryo Miyaichi eru báðir í hópnum sem mun spila við Liverpool í hádeginu á morgun. Leikurinn verður háður á Emirates Stadium en þetta er fyrsti heimaleikur Arsenal í Urvalsdeildinni á þessu tímabili.

Töluverð meiðsli leikmanna og leikbönn hafa líka sitt að segja en Gervinho og Alex Song verða í banni. Diaby, Wilshere, Gibbs, Djourou og Traore eru allir meiddir, sumir smávægilega og aðrir meira. Wenger sagði einnig á blaðamannafundi nú í morgun að Rosicky yrði hvíldur og mun ekki spila á morgun.

Það er því nokkuð ljóst að byrjunarlið Arsenal á morgun verður langt frá því að vera fullskipað okkar bestu leikmönnum.

Líklegt byrjunarlið gæti verið svona: Szczezny, Sagna, Koscielny, Vermaelen, Squillaci, Frimpong, Ramsey, Nasri, Arshavin, Walcott, Van Persie

 

Comments

comments