Uncategorized — 09/08/2011 at 18:16

Ryo Miyaichi fékk atvinnuleyfi

by

Arsenal sótti um atvinnuleyfi fyrir Japanann Ryo Miyaichi fyrir nokkrum vikum síðan og nú hefur svarið komið og var það jákvætt. Það er þá orðið endanlega ljóst að Miyaichi mun spila með Arsenal í vetur.

Miyaichi, Gervinho og Chamberlain eru allt nýir leikmenn og allt sóknar-sinnaðir miðjumenn. Aðeins einn varnarmaður hefur verið keyptur, Carl Jenkinson sem er 18 ára.

Wenger sótti um atvinnuleyfið fyrir Ryo Miyaichi undir þeim merkjum að hann hefði einstaka hæfileika (exceptional talent) og var sjálfur viðstaddur þegar honum var afhent atvinnuleyfið.

 

Comments

comments