Uncategorized — 15/03/2012 at 09:37

Rosicky með nýjan samning

by

Tomas Rosicky skrifaði undir nýjan samning við Arsenal á síðasta Mánudag og í viðtali við Tékkneska vefsíðu segir hann að hann hafi fengið virkilega góð tilboð frá öðrum félögum og segir hann að það hafi verið virkilega freistandi að fara annað til að fá betri laun en á endanum fannst honum lang réttast og best að vera áfram hjá Arsenal en hann segist líða mjög vel í London.

“Þetta fór að verða mjög áhugavert þegar ég fékk á borð til mín virkilega góð tilboð frá öðrum félögum. Þetta ruglaði mig aðeins í rýminu en ég verð að segja að Arsenal var alltaf efst í huga mínum. Sumir segja að ég hafi verið að spila núna undanfarið mun betur vegna þess að ég hafi verið að berjast fyrir því að fá nýjan samning en það er ekki rétt, mér líður einfaldlega betur á fótboltavellinum.”

“Ég hafði gefið Wenger loforð um að verða áfram fyrir nokkru síðan svo þetta var bara spurning um það hvenær samningurinn var tilbúinn fyrir mig að skrifa undir.”

“Ég er mjög glaður að geta haldið áfram að spila fyrir Arsenal.”

 

Comments

comments