Uncategorized — 08/04/2013 at 21:14

Rosicky: Ef við höldum svona áfram þá er ég bjartsýnn

by

Arsenal-v-AC-Milan-Tomas-Rosicky-goal2_2729435

Tomas Rosicky, miðjumaður Arsenal, segir að það sé lykilatriði fyrir liðið að viðhalda góðri frammistöðu sinni á heimavelli ef liðið á að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni.

Rosicky skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 útisigrinum á West Brom um helgina en Arsenal hefur verið á góðu skriði að undanförnu og fengið 81% af mögulegum stigafjölda í síðustu níu leikjum, eða 22 af 27 mögulegum.

,,Í nokkrum síðustu leikjum okkar höfum við spilað góðan fótbolta. Það gefur þér sjálfstraust þegar þú vinnur í Munchen og á stað eins og West Brom þegar þú ert með bakið uppvið vegg síðustu tuttugu mínúturnar.”

,,Ef við tölum um þriðja og fjórða sætið þá verðum við að vinna heimaleikina okkar. Við verðum að bæta okkur þar, ef þú skoðar leikinn okkar gegn Tottenham vel þá var það ekki slæm frammistaða. Við gerðum tvenn heimskuleg mistök og okkur var refsað fyrir.Við reyndum að leiðrétta þau og þú gast séð árangurinn í Munchen.”

,,Við getum bara hugsað um okkur sjálfa. Það er villandi að hugsa alltaf hvar Tottenham og Chelsea eru að spila. Við verðum að einbeita okkur að okkur sjálfum og hvað við erum að gera. Við höfum reynslu af því að koma til baka eins og á seinustu leiktíð. Liðið veit að það gæti verið okkur í hag. Við vitum líka að við þurfum að vera stöðugri,” sagði Rosicky en Arsenal kom á ótrúlegan hátt til baka í fyrra og tryggði sér þriðja sæti deildarinnar eftir að hafa verið tólf stigum á eftir Tottenham á tímabili.

,,Ef við spilum sama fótbolta í hverri viku eins og við gerðum á laugardag þá er ég bjartsýnn að okkur takist þetta.”

Arsenal á eftir fjóra heimaleiki á leiktíðinni, gegn Norwich, Everton, Man Utd og Wigan, en þrjá útileiki gegn Fulham, QPR og Newcastle.

Eyþór Oddsson

Comments

comments