Uncategorized — 02/03/2015 at 11:36

Rosicky: Börðumst í gegnum svekkelsið

by

Rosicky

Miðjumaðurinn Tomas Rosicky hrósar liðinu fyrir karakterinn sem liðið sýndi með því að sigra Everton 2-0 í gær.

Eftir erfitt Meistaradeildartap á miðvikudagskvöld komu Arsenal til baka og náði góðum leik gegn Everton og sigraði mikilvægan leik.

Þið sáuð að þetta hafði áhrif á leikmenn og við vorum ekki að spila eins tæknilega vel og við getum. Þetta var erfitt því við gengum í gegnum svekkelsi eftir tapið gegn Monaco en maður gengur alltaf í gegnum svekkelsi á tímabilinu, þú verður bara að berjast í gegnum það.

Ég er mjög ánægður með að hafa náð þremur stigum, það er mjög mikilvægt fyrir sjálfstraust liðsins. Þetta var erfiður leikur og við vorum ekki upp á okkar besta eftir miðvikudagskvöldið, svo að það var mikilvægt að sigra og ná þremur stigum, sem við gerðum á endanum.

Ég var pínu heppinn að skora þetta mark því boltinn fór af varnarmanni en ég var í góðri stöðu. Mesut Özil gaf mér góðan bolta þegar hann sá mig koma að teignum, svo að ég skaut að fjærstönginni og var pínu heppinn með að boltinn hafi farið í varnarmanninn á leið sinni í netið.
Tomas Rosicky

EEO

Comments

comments