Uncategorized — 15/07/2011 at 23:37

Romelu Lukaku næstur inn ?

by

Samkvæmt fréttum í The Sun á Arsenal að hafa lagt inn 14 milljóna punda tilboð í framherjann Romelu Lukaku. Christophe Henrotay sem er umboðsmaður Lukaku á víst að hafa hitt menn frá Arsenal samkvæmt öruggum heimildum að þeir segja.

Romelu Lukaku er 18 ára framherji sem spilar með Anderlecht og hefur Chelsea verið á eftir honum í töluverðann tíma. Hann hefur skorað 31 mark í 71 leik fyrir Anderlecht ásamt því að hafa nú þegar leikið 9 landsleiki fyrir Belga.

Lukaku er 1.91cm á hæð.

Hér er síðan smá videó, Chelsea aðdaéndur eru ansi öruggir að hann komi til Chelsea og eru þessvegna búnir að setja inn Welcome Video af honum. Það verður gaman að sjá hvort eitthvað er til í þessu.

httpv://youtu.be/WlXMxtMiqIM

Comments

comments