Uncategorized — 23/04/2012 at 00:00

Robin Van Persie PFA leikmaður ársins

by

Nú í kvöld var tilkynnt um það hvaða leikmaður hefði verið valinn af öllum leikmönnum deildarinnar sem Leikmaður Ársins og að þessu sinni var það Robin Van Persie sem var valinn, enda hefur Van Persie verið í mjög góðu formi í allan vetur og hefur nú skorað 27 mörk í Úrvalsdeildinni.

Kyle Walker, hægri bakvörður Tottenham var valinn ungi leikmaður ársins og lið ársins er svona:  Joe Hart (Man City); Kyle Walker (Tottenham), Vincent Kompany (Man City), Fabricio Coloccini (Newcastle), Leighton Baines (Everton); David Silva (Man City), Yaya Touré (Man City), Gareth Bale (Tottenham), Scott Parker (Tottenham); Robin van Persie (Arsenal), Wayne Rooney (Man United).

Til hamingju Van Persie.

 

Comments

comments