Uncategorized — 25/06/2011 at 18:59

Alvarez sagður vera búinn að skrifa undir

by

Í dag er heitasta Arsenal fréttin sú að Ricardo Alvarez sé búinn að skrifa undir samning við Arsenal en þetta er haft eftir stjóra Ítalska liðsins Palermo en hann reyndi víst að bjóða í Alvarez á dögunum en var honum þá sagt að hann væri búinn að skrifa undir samning við Arsenal.

Ricardo Alvarez er 23 ára og frá Argentínu. Hann er sókndjarfur miðjumaður og getur leikið einnig sem kantmaður. Arsenal þarf ekki atvinnuleyfi fyrir Alvarez þar sem hann er með Ítalskt vegabréf. Þess má geta að hann er oftast kallaður Ricky af stuðningsmönnum Velez Sarfield, þar sem hann hefur leikið fótbolta í Argentínu.

Maður veit mest lítið um kauða en skoðið myndabandið hér að neðan og svo vonar maður að þetta sé svo allt saman satt.

httpv://www.youtube.com/watch?v=fOYCKI3q7mA

Comments

comments