Arsenal Almennt, Arsenalklúbburinn — 10/10/2017 at 18:22

Ray Parlour kemur til landsins á laugardaginn

by

Það eru ekki margir sem vita það, en sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki fyrir Arsenal í Úrvalsdeildinni er enginn annar en Ray Parlour. En 3 meistaratitlar, 4 FA Cup titlar, 1 deildarbikar, 3 samfélagsskyldir og 1 Evrópubikar standa þó uppúr.

Þessi magnaði leikmaður ætlar að vera með okkur á laugardaginn og gefa sér tíma í að hitta aðdáendur. Klukkan 13:00 verður hann í Jóa Útherja að árita búninga og varning. Ég mæli sérstaklega með því, ef fólk á ævisöguna hans að láta hann árita hana.

Klukkan 16:30 verður hann svo mættur á Ölver þar sem hann ætlar að horfa á leik Watford og Arsenal með okkur. Og eftir leik gæti jafnvel gefist smá tími í að spjall við Ray.

Ekki er langt síðan Nigel Winterburn hitti okkur, og vonandi fer þetta að verða að föstum liði að fá fyrrverandi leikmenn til landsins.

Comments

comments